Samtökin ‘78 hafa ráðið til sín Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem verkefnastjóra tímabundins árs verkefnis til þess að bregðast við bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir er fædd árið 1990. Hún er málfræðingur og kennari, með BA í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands og MA í málvísindum frá Leiden University í Hollandi, en sérsvið hennar er málfræðilegt kyn. Undanfarin þrjú ár hefur hún starfað sem íslenskukennari á unglingastigi í Víðistaðaskóla og lauk samhliða því viðbótardiplómu til kennsluréttinda frá HÍ.
Þorbjörg hefur áralanga reynslu af félagsstörfum, en hún sat m.a. í stjórn Samtakanna ‘78 árin 2018-2022, þar af þrjú ár sem formaður félagsins. Hún hefur verið bæjarfulltrúi í Garðabæ frá árinu 2022.