Skip to main content

Sjálfboðaliðadrifin verkefni

Sjálfboðaliðadrifin verkefni Samtakanna ’78 eru mörg og spennandi. Þetta er alls ekki tæmandi listi og þú mátt endilega koma með hugmyndir að verkefnum

Vinastuðningur

Vinastuðningur er verkefni sem ætlað er að styrkja félagsleg tengsl hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Sjálfboðaliði hittir hælisleitanda og eyðir tíma með viðkomandi, t.d. á kaffihúsi, og kynnir fyrir staðháttum. Um er að ræða 2-3 skipti á mánuði, klukkutíma í senn. Enskukunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta vel metin.

Skráðu þig sem sjálfboðaliða

Félagsmiðstöð fyrir ungmenni

Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar er ætluð ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleika á einn eða annan hátt. Félagsmiðstöðin er opin öll þriðjudagskvöld frá 19:30-22:00. Sjálfboðaliðar manna kvöldin og sjá til þess að ungmennunum líði vel og finni til öryggis.

Nánar um félagsmiðstöðinaSkráðu þig sem sjálfboðaliða

Gagnaúrvinnsla og tölvustúss

Gagnaúrvinnsla felur í sér að skrá á tölvutækt form upplýsingar sem Samtökin ’78 safna í ráðgjöf og fræðslu. Góð tölvukunnátta og skilningur á Excel er vel metin. Einnig erum við oft að uppfæra vefinn, flokka gamlar fréttir, þýða og fleira skemmtilegt.

Skráðu þig sem sjálfboðaliða