Sjálfboðaliðadrifin verkefni Samtakanna ’78 eru mörg og spennandi. Þetta er alls ekki tæmandi listi og þú mátt endilega koma með hugmyndir að verkefnum
Félagsmiðstöð fyrir ungmenni
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar er ætluð ungmennum á aldrinum 13-15 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleika á einn eða annan hátt. Félagsmiðstöðin er opin öll þriðjudagskvöld frá 19:30-22:00. Sjálfboðaliðar manna kvöldin ásamt öðru starfsfólki og sjá til þess að ungmennunum líði vel og finni til öryggis.
Ungmennahús Samtakanna ’78 er ætlað ungmennum á aldrinum 16-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleikann. Markmið Ungmennahúss er að hvetja ungmennin til samfélagslegrar þátttöku og virkni. Ungmennahúsið er opið öll fimmtudagskvöld milli 19.30 og 22. Sjálfboðaliðar manna kvöldin ásamt verkefnastýru og sjá til þess að ungmennunum líði vel og finni til öryggis.
Stuðningur við hinsegin flóttafólk
Verkefnið snýst um
- Viðveru á hittingum sem skipulagðir eru af Samtökunum ’78 fyrir hinsegin flóttafólk. Sjálfboðaliði mætir á fyrirframákveðna hittinga með og ver tíma með hinsegin flóttafólki sem er í þjónustu hjá Samtökunum ’78. Hittingar eru skipulagðir amk einu sinni í mánuði og eru með fjölbreyttu sniði, t.d. matseld, föndur, göngutúrar.
- Verkefnið Vinastuðningur felst í að hitta viðkomandi, t.d. á kaffihúsi, og kynnir fyrir staðháttum. Enskukunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta vel metin.
Félagsmiðstöð fyrir ungmenni
Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar er ætluð ungmennum á aldrinum 13-15 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleika á einn eða annan hátt. Félagsmiðstöðin er opin öll þriðjudagskvöld frá 19:30-22:00. Sjálfboðaliðar manna kvöldin ásamt öðru starfsfólki og sjá til þess að ungmennunum líði vel og finni til öryggis.
Ungmennahús Samtakanna ’78 er ætlað ungmennum á aldrinum 16-18 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinseginleikann. Markmið Ungmennahúss er að hvetja ungmennin til samfélagslegrar þátttöku og virkni. Ungmennahúsið er opið öll fimmtudagskvöld milli 19.30 og 22. Sjálfboðaliðar manna kvöldin ásamt verkefnastýru og sjá til þess að ungmennunum líði vel og finni til öryggis.
Regnbogalínan
Regnbogalínan er opinn sími fyrir fyrir eldra hinsegin fólk. Sjálfboðaliðar taka vaktir til skiptir á föstudögum milli 12 og 16, alla daga ársins.
Fyrir frekari upplýsingar bendum við á úrræðabæklinginn Regnboginn dofnar ekki með árunum en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ef þú hefur frekari spurningar. Hlökkum til að heyra frá þér!