[English below] Samtökin ‘78 héldu hið árlega Landsþing hinsegin fólks þann 22. mars sl. Þema landsþingsins var Viðnám: Barátta í breyttum heimi, og þingið litaðist af stöðu hinsegin réttinda á heimsvísu og áhrifunum sem sú staða hefur á Ísland. Tilgangur dagskrárinnar var að fá okkur til þess að líta inn á við, læra hvert af öðru og byggja saman undir samfélag hinsegin fólks sem getur staðist það áhlaup sem nú er gert á mannréttindi okkar víða um heim.
Við opnun Landsþingsins kynnti Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður, nýja stjórn félagsins og flutti áhrifaríka ræðu. Þar sagði hún meðal annars:
Við erum auðvitað búin að tala um þetta bakslag árum saman og vara við því. Við höfum skrifað greinar, farið á fundi, og hrópað okkur hás til þess að vara við þessari þróun. Að miklu leyti fyrir daufum eyrum í samfélaginu. Það er að einhverju leyti skiljanlegt að samfélagið hafi ekki viljað horfast í augu við bakslagið. Við erum þrátt fyrir allt í í frekar góðri stöðu hér á Íslandi, almenningur er með okkur í liði og það eru stjórnvöld einnig.
Það eru forréttindi sem ekki eru gefin og hafa áunnist fyrir þrotlausa vinnu þeirra sem á undan okkur komu – nú er það okkar að standa vaktina og við gefum ekkert eftir. Hér eru líka ýmis teikn á lofti – þið þekkið það öll – kommentakerfin og orðræða ákveðinna stjórnmálaflokka minna okkur á að við verðum að standa vaktina.
Því að við vitum að þó að staðan sé góð hér í alþjóðlegum samanburði, að þá er enn nóg eftir og það sem þegar er komið verðum við að verja.
Eftir ræðu formanns flutti Hinsegin kórinn tvö lög fyrir gesti Landsþingsins með miklum glæsibrag; Hægt og hljótt og Oops!… I Did it Again.
Kitty Anderson, formaður Intersex Íslands, sagði frá því hvað viðnám merkir í hennar huga og það sama gerði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Loks flutti Nadine Abu Arafeh, mannréttindalögfræðingur og hinsegin aktívisti frá Palestínu, ræðu um sama efni. Hún sagði meðal annars: I resist because I love.
Í öðrum dagskrárlið Landsþingsins stýrði Edda Sigurðardóttir, fræðslustýra Samtakanna ‘78, umræðum um hlutverk gleðinnar og samfélagsins í réttindabaráttunni. Í pallborði voru Sigríður Birna Valsdóttir, Þorvaldur Kristinsson, Bjarki Steinn Pétursson og Helga Haraldsdóttir, en öll höfðu þau sögur að segja út frá ólíku sjónarhorni.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ‘78 og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðari hjá Samtökunum ‘78 og baráttukona fyrir réttindum trans fólks, stýrðu svo vinnustofu sem hafði það að markmiði að gera fólk tilbúnara til þess að svara fordómafullum ummælum í sínu daglega lífi. Um hópavinnu var að ræða og þrátt fyrir alvarlegt viðfangsefni ómuðu hlátrasköll á milli borða.
Í fjórða dagskrárliðnum hélt Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, afar hjálplegan fyrirlestur um viðnámsþrótt, sjálfshjálp og umhyggju á skrítnum tímum. Þar lærðu Landsþingsgestir um þolmarkagluggann og að hver manneskja þarf að finna sínar leiðir til að halda sér innan hans.
Síðasti liðurinn voru pallborðsumræður í umsjá Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, mannréttindalögfræðings og formanns Siðmenntar. Viðburðurinn bar heitið Europe: On the front line for human rights? Í pallborði voru sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Clara Ganslandt, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, nýr dómsmálaráðherra og ráðherra mannréttindamála, og Orri Páll Jóhannsson, fyrrverandi alþingismaður. Þess ber að geta að sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi var sérstakur bakhjarl Landsþings hinsegin fólks í ár. Á þennan viðburð komu mótmælendur með skilti og vöktu athygli á hræðilegri stöðu fólks í Palestínu og við landamæri Evrópu, og kröfðu þátttakendur pallborðs svara – sem þau veittu.
Góður tími var hafður á milli hvers dagskrárliðar og fólk hafði því tækifæri til þess að spjalla saman og hvíla sig á milli. Mikil ánægja var með Landsþingið og einnig með Samtakaballið um kvöldið, en þar var dansað fram á nótt. DJ Fear N Love, Babies og DJ Alda Villiljós sáu um tónlistina.
Við þökkum öllum sem sóttu viðburði helgarinnar kærlega fyrir komuna og vonum að þið hafið haft gagn og gaman af!
//
Samtökin ‘78 held its annual Queer National Assembly on March 22. The theme of the Assembly was Resistance: Fighting in a Changing World, and the schedule was affected by the state of queer rights worldwide and the impact that this has on Iceland. The purpose of the program was to get us to look inward, learn from each other, and together build a community that can withstand the onslaught that is currently being made on our human rights around the world.
At the opening of the Assembly, Bjarndís Helga Tómasdóttir, president, introduced the new board of Samtökin ‘78 and gave a moving speech. In it, she said, among other things:
Of course, we have been talking about this backlash for years and warning about it. We have written articles, gone to meetings, and shouted our heads off to warn about this development. To a large extent, it fell on deaf ears in society. It is understandable to some extent that society has not wanted to face the backlash. Despite everything, we are in a pretty good position here in Iceland, the public is on our side and so is the government. These are privileges that are not given and have been earned through the tireless work of those who came before us – now it is our job to stand guard and we will not give up. There are also worrying signs – you all know them – the online commenting sections and the rhetoric of certain political parties remind us that we must stand guard.
Because we know that although the situation here is good in international comparison, there is still much to do and what has already been achieved we must defend.
After the president’s speech, the Queer Choir performed two songs for the guests of the National assembly; Hægt og hljótt and Oops!… I Did it Again.
Kitty Anderson, president of Intersex Iceland, spoke about what resistance means to her, as did Auður Önnu Magnúsdóttir, executive director of the Icelandic Women’s Rights Association. Finally, Nadine Abu Arafeh, a human rights lawyer and queer activist from Palestine, gave a speech on the same topic. She said, among other things: I resist because I love.
In the second session of the Queer National Assembly, Edda Sigurðardóttir, Education Director of Samtökin ‘78, led a discussion on the role of joy and community in the fight for our rights. The panel included Sigríður Birna Valsdóttir, Þorvaldur Kristinsson, Bjarki Steinn Pétursson and Helga Haraldsdóttir, all of whom had stories to tell from different perspectives.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Head of Communication at Samtökin ‘78, and Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, an educator at Samtökin ‘78 and a trans rights activist, then led a workshop that aimed to make people more prepared for responding to prejudiced comments in their daily lives. It was based on group work and despite the serious subject, laughter could be heard between the tables.
In the fourth program item, Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, a psychologist and sex counselor, gave a very helpful lecture on resilience, self-help and caring in strange times. Guests of the National Assembly learned about the tolerance window and how each person needs to find their own ways to stay within it.
The last item was a panel discussion hosted by Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, a human rights lawyer and chair of Siðmennt. The event was entitled Europe: On the front line for human rights? The panel included the European Union Ambassador to Iceland, Clara Ganslandt, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, the new Minister of Justice and Minister for Human Rights, and Orri Páll Jóhannsson, a former member of Alþingi. It should be noted that the Delegation of the European Union to Iceland was a special sponsor of the National assembly this year. Protesters came to this event with signs, drawing attention to the terrible situation of people in Palestine and on the borders of Europe, and demanded answers from the panelists – who responded.
There was plenty of time between each program item, giving people the opportunity to chat and relax. The Queer national assembly was a great success, as was the Samtakaball party in the evening, where people danced until late into the night. DJ Fear N Love, Babies and DJ Alda Villiljós provided the music.
We would like to thank everyone who attended the weekend’s events for coming and hope you both learned something new and enjoyed your time!