Hefur þig alltaf dreymt um að hlaupa í gegnum confetti? Svitna með glimmer í andlitinu? Að Páll Óskar segi þér að þú sért fabjúlös í hlaupagallanum? Samtökin 78 kynna með stolti Hamingjuhlaupið sem fer fram þann 17. maí 2025, á alþjóðlegum degi gegn hinseginfordómum. Hamingjuhlaupið er 7,8 km götuhlaup um Elliðaárdalinn, stútfullt af skemmtilegum uppákomum á leiðinni.
Skráning
Í Hamingjuhlaupinu er hægt að skrá sig í 7,8 km vegalengd eða 3 km gleðiskokk. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sæti í 7,8 km hlaupi í kvennaflokki, karlaflokki og kváraflokki. Jafnframt verður keppt í 100m hlaupi á hælaskóm, þar sem veitt verða verðlaun bæði fyrir besta tímann og fyrir tígulegustu tæknina.
Skráning er 5.000 kr. en börn 12 ára og yngri greiða aðeins 1.500 kr. Innifalið í skráningu er miði í hlaupið, regnbogaglaðningur, hlaupanúmer með tímaflögu, skemmtun í upphitun og einstök upplifun á brautinni.
Félagsfólk fær 30% afslátt, hægt er að senda póst á skrifstofa@samtokin78.is fyrir nánari upplýsingar.
Hægt er að skrá sig á https://samtokin78.is/hamingjuhlaupid
Afhending gagna
Fimmtudagur og Föstudagur – 15. og 16. maí
Hægt er að sækja gögn á fimmtudag og föstudag fyrir hlaup á skrifstofu Samtakanna 78, Suðurgötu 3, 101 Reykjavík.
Opið er frá 10-15.
Dagskrá
Laugardagur – 17. maí
10:00 – Svæði við Elliðaárstöð opnar
10:30 – Upphitun og skemmtun - Keppt í 100m hlaupi á hælum - Páll Óskar skemmtir hlaupurum - Glimmerstöð fyrir þau sem vilja skína á brautinni
11:00 – Ræst er í hlaupið
12:30 – Tímatöku og dagskrá lýkur
* Birt með fyrirvara um breytingar