Make some space! Supporting LGBTQ+ youngsters through youth work / Búum til pláss! Stuðningur við hinsegin ungmenni í gegnum æskulýðsstarf.
Fyrstu vikuna í mars hélt hópur frá Samtökunum ’78 til Eistlands til þess að taka þátt í námskeiði um inngildandi hinsegin ungmennastarf í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Eistlands (Estonian Human Rights Centre).
Námskeiðið, sem var þriggja daga langt, var lokafasinn í samstarfi en að námskeiðinu komu einnig samtök félagsmiðstöðvarstarfsfólks í Eistlandi, ENK (Eesti Noorsootöötajate Kogu).
Samstarfið, Empowering Youth Workers: Advancing Human Rights and Equal Treatment through Estonian-Icelandic Cooperation hófst í október 2024 og lýkur nú á vormánuðum. Fyrir hönd Samtakanna ’78 fóru Bergrún Andradóttir skrifstofustýra, Hrönn Svansdóttir stjórnarmaður, Sigurjóna Hauksdóttir starfsmaður Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna ’78 og Reykjavíkurborgar og að auki Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Námskeiðið fólst í því að kynna og hvetja starfsfólk félagsmiðstöðva í Eistlandi til þess að tryggja inngildingu, örugg rými og auk þess voru smiðjur um reglugerðir og siðferðisleg álitamál í æskulýðsstarfi. Námskeiðið var haldið í þorpinu Laulasmaa
Að námskeiði loknu sótti hópurinn fundi í Tallinn, með Mannréttindaskrifstofu Eistlands, heimsótti tvær félagsmiðstöðvar í Tallinn og áttu góðan og upplýsandi fund með samtökum hinsegin fólks í Eistlandi, Estonian LGBT Alliance (Eesti LGBT Ühing) og samtökum trans fólks í Eistlandi (Eesti Transinimeste Ühing).
Við þökkum ENK, EHRC og samtökum hinsegin og trans fólks í Eistlandi innilega fyrir góðar mótttökur og faglegt samstarf.