Skip to main content
AlþjóðamálFréttir

Samtökin ’78 á Baltic Pride í Vilníus

[English below] Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, tók þátt í hátíðarhöldum Baltic Pride í Vilníus, Litháen, dagana 2.-8. júní. Baltic Pride var skipulagt af félaginu LGL, sem er félag hinsegin fólks í Litháen. Slagorð hinnar vikulöngu hátíðar var Free to be (yourself). 

Kári okkar, tilbúinn í gönguna í Vilnius

Kára var boðið af sendiráði Íslands í Helsinki að koma á Baltic Pride fyrir hönd Samtakanna ’78 og sitja í pallborði um réttindi hinsegin fólks á vinnumarkaði, en töluverð vinna hefur farið fram innan Samtakanna ’78 og með samstarfsaðilum okkar í þeim efnum á undanförnum árum. Pallborðið var hluti tveggja daga ráðstefnunnar Pride for Progress: Shaping Today’s Inclusive Workplace og bar dagskrárliðurinn heitið Nordic-Baltic Perspectives on LGBTI-Inclusion. Jukka Lehtonen frá Helsinki-háskóla flutti fyrst lykilræðu um upplifun ungs hinsegin fólks á vinnustöðum og síðan tók pallborðið við. Þar var Kári í góðum félagsskap með Jektaterina Tumule frá Mannréttindastofnun Lettlands og Kelly Grossthal frá Mannréttindastofnun Eistlands. Hann gat meðal annars sagt frá gögnum úr tímamótaskýrslu Hagfræðistofnunar um hinsegin vinnumarkað sem unnin var fyrir ASÍ, BHM og BSRB árið 2023 og könnun BHM um hinsegin vinnumarkað sem kom út sama ár. Samtökin ’78 komu að báðum þessum verkefnum.

Kári tók fullan þátt í dagskrá Baltic Pride alla vikuna og gekk svo að sjálfsögðu einnig í Pride-göngunni sjálfri, eða rúllaði réttara sagt á palli á stórum bíl. Kári segir andrúmsloftið hafa verið bæði fullt af gleði og frelsi, en líka svolítið þrúgandi. „Ég fókuseraði bara á fólkið sem brosti og gladdist með okkur, það þýðir ekkert að vera að horfa á hina,“ segir Kári sposkur.

Samtökin ’78 þakka Baltic Pride kærlega fyrir boðið og og sendiráði Íslands fyrir að gera okkur kleift að mæta. Við hlökkum til þess að efla áfram samstarf og samskipti okkar við Eystrasaltslöndin samhliða áherslu okkar á Norðurlandasamstarf.

 

// Samtökin ’78 at Baltic Pride in Vilnius

Kári Garðarsson, executive director of Samtökin ’78, participated in the Baltic Pride celebrations in Vilnius, Lithuania, from 2 to 8 June. Baltic Pride was organised by LGL, the national LGBTI association in Lithuania. The slogan of the week-long festivities was Free to be (yourself).

Kári was invited by the Icelandic Embassy in Helsinki to represent Samtökin ’78 at Baltic Pride and sit on a panel on LGBTI rights in the workplace, as considerable work has been done within Samtökin ’78 and with our partners in this area in recent years. The panel was part of the two-day conference Pride for Progress: Shaping Today’s Inclusive Workplace and the programme item was entitled Nordic-Baltic Perspectives on LGBTI-Inclusion. Jukka Lehtonen from the University of Helsinki first gave a keynote speech on the experiences of LGBTI youth in the workplace, and then the panel took over. There, Kári was in good company with Jektaterina Tumule from the Latvian Human Rights Centre and Kelly Grossthal from the Estonian Human Rights Centre. Among other things, he was able to present data from the Economic Institute’s landmark report on the queer labor market prepared for ASÍ, BHM and BSRB in 2023 and the BHM survey on the queer labor market that was published the same year. Samtökin ’78 was involved in both of these projects.

Kári took full part in the Baltic Pride program all week and then of course also participated in the Pride march itself, or rather rolled on a platform in a large car. Kári says the atmosphere was both joyous and rather heavy. „I just focused on the people who smiled and were happy for us, there is no point in looking at the others,“ Kári says jokingly.

Samtökin ’78 would like to thank Baltic Pride for the invitation, and the Icelandic Embassy for making the trip possible. We look forward to further strengthening our cooperation and relations with the Baltic countries, alongside our focus on Nordic cooperation.