[English below] Formaður Samtakanna ‘78, Bjarndís Helga Tómasdóttir, sótti á dögunum hina gríðarstóru hátíð World Pride í Washington DC fyrir hönd félagsins. Þar var Bjarndís sýnileg og virk ásamt öðrum fulltrúum Íslands, en auk Bjarndísar var stjórn Hinsegin daga, Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, á World Pride. Hinsegin dagar skipulögðu þátttöku Íslands á hátíðinni og buðu Samtökunum ‘78 að taka þátt. Við hér á skrifstofunni tókum stutt viðtal við Bjarndísi, en hún er nýkomin heim úr ferðinni.

Formaðurinn okkar, Bjarndís, var fulltrúi Samtakanna ’78 á World Pride
Það fyrsta sem við höfðum áhuga á því að vita er: Hvernig var stemningin? „Það var í raun mjög góð stemning í borginni, betri en við höfðum gert ráð fyrir. Washington DC er í sjálfu sér frjálslynd og sýnileiki hinsegin fólks og Pride mjög mikill – það voru regnbogafánar og skreytingar bókstaflega alls staðar. Við fundum þó líka fyrir því að fólk hafði blendnar tilfinningar, vildi ekki láta núverandi ástand skemma gleðina en ræddu þó á mjög opinskáan hátt um þá stöðu sem hinsegin fólk, og sér í lagi trans fólk, er í. Tilfinningar fólks í garð ríkisstjórnarinnar og forseta landsins voru skýrar.“
Miklar og neikvæðar sviptingar hafa verið í Bandaríkjunum undanfarið er kemur að málefnum hinsegin fólks. Bjarndís segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að taka þátt í World Pride í þetta sinn, en að sumu leyti mjög einföld. „Sniðganga var að sjálfsögðu rædd af okkar hálfu í ljósi þess pólitíska landslags sem ríkir í Bandaríkjunum, en þegar það varð ljóst að við hefðum þarna platform til þess að tala um réttindi hinsegin fólks á Íslandi fannst okkur frekar skýrt að það væri skylda okkar að nýta forréttindi okkar. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni að sýna samstöðu og það gerðum við með því að mæta á staðinn og nota rödd okkar. Að mæta ekki hefði verið eins konar þögn, og þögn er ekki valkostur þegar mannréttindi fólks eru í hættu,“ segir Bjarndís.
Þessi orð Bjarndísar má spegla í ummælum hinnar bandarísku Jessicu Stern við setningu mannréttindaráðstefnu World Pride: Þau sem geta mætt, verða að gera meira (e. Those who can show up, must do more). Jessica er fyrrum sérstakur fulltrúi framþróunar réttinda hinsegin fólks hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu, en þar áður var hún framkvæmdastjóri Outright International. Hún missti vinnuna eftir valdatöku Trump, líkt og margt annað fólk sem vann áður að hinsegin málefnum fyrir bandaríska ríkið. Jessica talaði um að gestir yrðu að átta sig á því að það fólk sem hefði tækifæri til að sækja mannréttindaráðstefnuna væru þau heppnu, að þurfa ekki að óttast að missa vinnuna eða jafnvel frelsið fyrir það eitt að vera á hinsegin ráðstefnu. Það væru forréttindi, en að forréttindum fylgi líka skyldur.
Að sögn Bjarndísar gekk ferðin vel. „Við sem fórum frá Íslandi höfum ýmis forréttindi sem hafa bein áhrif á upplifun okkar; við erum hvít, sís og að mestu með hefðbundna eða þægilega kyntjáningu og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það skiptir máli,“ segir Bjarndís. Hún bætir því við að fólkið sem sótti hátíðina, gönguna og mannréttindaráðstefnuna hafi upp til hópa verið það fólk sem stendur hvað sterkast í samfélaginu. „Annars hefðu þau ekki haft tækifæri til að vera þarna.“ Hætturnar sem steðja að hinsegin fólki í Bandaríkjunum séu raunverulegar, þótt reynsla Íslendinganna af World Pride hafi blessunarlega að mestu verið jákvæð.
Bjarndís Helga tók þátt í tveimur viðburðum í tengslum við World Pride. Sá fyrri var á vegum sendiráða Norðurlandanna í Washington DC, en sá viðburður var haldinn 4. júní. Þar sat Bjarndís í pallborði, en auk hennar sátu í pallborðinu Ulrika Westerlund, þingmaður Græna flokksins í Svíþjóð, Petter Wallenberg, sænskur tónlistarmaður og aktívisti, og Philip Sharif Khokhar, fréttamaður danska sjónvarpsins í Washington. Þau fjölluðu um það hvernig hvert og eitt þeirra nýtir sína rödd til að þrýsta á bætt hinsegin réttindi. Devin P. Dwyer, fréttamaður ABC, stýrði umræðunum.

Bjarndís í samnorrænum panel
Daginn eftir var haldinn viðburður á vegum Íslands á mannréttindaráðstefnu World Pride, þar sem Bjarndís var þátttakandi í pallborði ásamt Helgu Haraldsdóttur, formanni Hinsegin daga, og Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Viðburðurinn bar heitið Working together, rising together, og fjallaði um réttindi kvenna og hinsegin fólks. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stýrði umræðunum. Þar bar Bjarndís gestum ráðstefnunnar m.a. stuðningskveðju frá Kvenréttindafélagi Íslands, en í henni var lögð áhersla á samstöðu kvenna og hinsegin fólks í baráttunni fyrir jafnrétti.

Pallborð Íslands á mannréttindaráðstefnu World Pride

Hanna Katrín Friðriksson flutti lykilræðu á mannréttindaráðstefnunni
Bjarndís gekk svo einnig í Pride-göngunni sjálfri ásamt öðrum fulltrúum Íslands, en íslenski hópurinn gekk með sendinefndum annarra Norðurlanda undir yfirskriftinni Nordics for Equality. Þess ber að geta að Íslendingar voru fjölmennasti hópurinn.
Aðspurð segir Bjarndís að henni hafi þótt mikilvægt að mæta og sýna samstöðu með hinsegin fólki um allan heim. Hún leggur á það áherslu að Ísland sé leiðandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og að það hafi vigt. „Við höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi. Þó að við séum lítil þjóð er litið til okkar.“ Hún segir íslensku sendinefndina hafa fundið fyrir því að sýnileiki Íslands skipti fólk máli, bæði á ráðstefnunni sjálfri og í göngunni – enda miklar sviptingar og afturför í réttindum hinsegin fólks vestanhafs. „Já, við fundum sannarlega fyrir því. Fólk var ánægt með þátttöku okkar og þeirra erlendu gesta sem þarna voru. Það er gott að finna að þú ert ekki einn þegar á móti blæs, það er eitthvað sem ég held að við flest getum tengt við.“

Íslenski hópurinn í göngunni
Þátttaka í alþjóðlegum viðburðum á borð við World Pride gagnast þó ekki síst til þess að auka þekkingu og tengslanet Samtakanna ‘78, þar sem við getum lært margt af systkinum okkar í öðrum löndum. „Þó að við stöndum framarlega í réttindamálum hinsegin fólks eru enn margir hópar innan okkar samfélags sem þurfa meiri stuðning. Það er okkar skylda að finna leiðir til að mæta þeim hópum sem eru jaðarsettir innan okkar eigin samfélags, til dæmis fatlað hinsegin fólk, svart og brúnt hinsegin fólk, hinsegin fólk af erlendum uppruna, hinsegin flóttafólk og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd. Við þurfum alltaf að vera að leita leiða til þess að gera betur gagnvart samfélaginu okkar,“ segir Bjarndís að lokum.
Næsta verkefni af þessu tagi, þar sem Hinsegin dagar og Samtökin ‘78 taka höndum saman, verður þátttaka í Búdapest Pride í lok júní, en ungversk yfirvöld hafa ákveðið að banna þá göngu í trássi við grundvallarmannréttindi. Við segjum betur frá því síðar.
// Samtökin ’78 at World Pride in Washington DC
The president of Samtökin ‘78, Bjarndís Helga Tómasdóttir, recently attended World Pride in Washington DC on behalf of the organization. Bjarndís was visible and active there along with other Icelandic representatives. In addition to Bjarndís, the board of Hinsegin dagar, Hanna Katrín Friðriksson, Minister of Industry, and Svanhildur Hólm Valsdóttir, Icelandic Ambassador to the United States, were at World Pride. Hinsegin dagar organized Iceland’s participation in the festival and invited Samtökin ‘78 to participate. We here at the office did a short interview with Bjarndís, who has just returned from the trip.
The first thing we were interested in knowing is: What was the atmosphere like? “There was actually a very good atmosphere in the city, better than we had expected. Washington DC is inherently liberal and the visibility of queer people and Pride is very high – there were rainbow flags and decorations literally everywhere. However, we also felt that people had mixed feelings, did not want to let the current situation spoil the joy, but still talked very openly about the situation that queer people, and especially trans people, are in. People’s feelings towards the government and the president of the country were clear.”
There have been large-scale negative developments in the United States recently when it comes to queer issues. Bjarndís says that it was not an easy decision to participate in World Pride this time, but in some ways very simple. “Boycotting was of course discussed by us in light of the political landscape that prevails in the United States, but when it became clear that we had a platform there to talk about the rights of queer people in Iceland, we felt quite clearly that it was our duty to use our privilege. It is more important now than ever to show solidarity and we did so by showing up and using our voice. Not showing up would have been a form of silence, and silence is not an option when people’s human rights are at risk,” says Bjarndís.
These words can be reflected in the remarks of the American Jessica Stern at the opening of the World Pride human rights conference: Those who can show up, must do more. Jessica is a former special representative for the advancement of queer people’s rights at the US State Department, and before that she was the executive director of Outright International. She lost her job after Trump took office, as did many other people who previously worked on queer issues for the US government. Jessica spoke about how guests needed to realize that those who had the opportunity to attend the human rights conference were the lucky ones, that they didn’t have to fear losing their jobs or even their freedom just for being at a queer conference. That it was a privilege, but privilege comes with responsibilities.
According to Bjarndís, the trip went well. “Those of us who travelled from Iceland have various privileges that directly affect our experience; we are white, cisgender, and mostly have traditional or ‘unprovocative’ gender expressions, and it’s impossible to ignore that it matters,” says Bjarndís. She adds that the people who attended the festival, the march, and the human rights conference were, by and large, the most advantaged people in the community. “Otherwise, they wouldn’t have had the opportunity to be there.” She emphasizes that the dangers facing queer people in the United States are very real, although the Icelandic delegation’s experience of World Pride was, fortunately, mostly positive.
Bjarndís Helga participated in two events in connection with World Pride. The first was organized by the Nordic embassies in Washington, DC, and that event was held on June 4. Bjarndís was a panelist alongside Ulrika Westerlund, a member of parliament for the Green Party in Sweden, Petter Wallenberg, a Swedish musician and activist, and Philip Sharif Khokhar, a reporter for Danish television in Washington. They discussed how each of them is using their voice to push for improved queer rights. Devin P. Dwyer, a reporter for ABC, moderated the discussions.
The following day, an event was held by Iceland at the World Pride Human Rights Conference, where Bjarndís participated in a panel with Helga Haraldsdóttir, chairwoman of the LGBTQI conference, and Hanna Katrína Friðriksson, Minister of Industry. The event was titled Working together, rising together, and discussed the rights of women and queer people. Svanhildur Hólm Valsdóttir, Iceland’s ambassador to the United States, moderated the discussions. There, Bjarndís conveyed a message of support from the Icelandic Women’s Rights Association, which emphasized the solidarity of women and queer people in the fight for equality.
Bjarndís also marched in the Pride march itself along with other representatives from Iceland. The Icelandic group marched with delegations from other Nordic countries under the title Nordics for Equality. It should be noted that Icelanders were the largest group.
When asked, Bjarndís says that she felt it was important to attend and show solidarity with queer people around the world. She emphasizes that Iceland is a leader when it comes to queer rights and that it counts for something. “We have a strong voice on the international stage. Even though we are a small nation, we provide an example to follow.” She says the Icelandic delegation felt that Iceland’s visibility mattered to people, both at the conference itself and during the march – after all, there have been major setbacks in queer rights in the US. “Yes, we certainly felt it. People were happy with our participation and the other foreign guests who were there. It’s good to feel that you are not alone when the going gets tough, that’s something I think most of us can relate to.”
Participation in international events such as World Pride is not least useful for increasing the knowledge and network of Samtökin ‘78, as we can learn a lot from our siblings in other countries. “Although we are at the forefront of queer rights issues, there are still many groups within our community that need more support. It is our duty to find ways to meet the groups that are marginalized within our own community, for example, disabled queer people, black and brown queer people, queer people of foreign origin, queer refugees and people seeking international protection. We always need to be looking for ways to do better for our community,” Bjarndís concludes.
The next project of this kind, where Hinsegin dagar and Samtökin ‘78 join forces, will be participation in Budapest Pride at the end of June, as Hungarian authorities have decided to ban that march in clear violation of basic human rights. We will tell you more about that later.