[English below] Líkt og fram hefur komið í fréttum tóku Samtökin ‘78 og Hinsegin dagar þátt í Budapest Pride um helgina. Bjarndís Helga Tómasdóttir, Kári Garðarsson, Magnús Bjarni Gröndal, Jóhann Örn B. Benediktsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir fóru sem sjálfboðaliðar í nafni félaganna tveggja og á eigin kostnað. Kall barst frá Budapest Pride í vor þar sem óskað var eftir þátttöku alþjóðlegra félaga í göngunni, þar sem ungversk stjórnvöld höfðu bannað hana og ljóst var að mikla pressu þyrfti til þess að standa vörð um fundafrelsi ungversks hinsegin fólks.
Laugardaginn 28. júní mættum við snemma á upphafsstað göngunnar í Váróshaza-garði, næstum því klukkutíma áður en hún átti að hefjast. Þá þegar var troðið af fólki, bæði hinsegin fólki og bandafólki þess. Ljóst er að þegar ráðist er að grundvallarréttindum fólks til þess að koma saman á friðsamlegan hátt, þá rís meirihlutasamfélagið upp líka. Það var töluverð spenna í loftinu, þar sem fólk vissi ekki alveg við hverju átti að búast á leiðinni. Okkur heyrðist áhyggjuefni fólks helst snúa að andmótmælendum, mun frekar en því að lögreglan færi að reyna að leysa upp gönguna. Við sáum svartklædda menn með fána þegar við vorum á leið í gönguna og stóð ekki alveg á sama, en þegar við vorum komin á staðinn fundum við þó mjög sterkt fyrir því hvað það er mikið skjól í fjöldanum. Yfirleitt eru um 30 þúsund manns sem ganga í Budapest Pride, en að þessu sinni voru það hátt í 200 þúsund manns.
Upphafleg leið göngunnar átti að vera í gegnum miðborgina og svo hina sögufrægu Széchenyi-brú, en hún er fyrsta varanlega brúin sem byggð var yfir Dóná. And-mótmælendur komu sér fyrir á brúnni svo finna varð aðra leið fyrir gönguna til þess að koma í veg fyrir árekstra. Þetta tók sinn tíma, og á meðan stóð göngufólk þúsundum saman í sólinni. Á tímabili héldum við að reynt væri að koma í veg fyrir að við kæmumst af stað, en sem betur fer varð það ekki niðurstaðan. Hitinn var töluverður og mikil sól, þannig að við vorum orðin sveitt og þreytt áður en gangan hófst. Mikil samstaða myndaðist meðal fólks í þessum aðstæðum og sólarvörn var sprautað á ókunnugt fólk og fólki sem leið illa var gefið vatn og skjól undir fánum.
Við gengum að lokum yfir Erzsébet-brú, sem er brúin sem sést þeim á myndum sem hafa birst af Budapest Pride um allan heim – og mun lengur meðfram ánni en áætlað hafði verið. Það er erfitt að útskýra tilfinninguna sem fylgdi því að ganga yfir brúna, finna hana dúa undan skrefum svo margra og líta svo upp í hlíðina og sjá þar gríðarstóran bleikan þríhyrning með mannhafið í forgrunni.
Það var töluverð viðvera lögreglu á ákveðnum stöðum meðfram göngunni, og sumt lögreglufólk hélt á myndbandsupptökuvélum. Líklegt er að upptökurnar verði svo notaðar til þess að bera kennsl á fólk til þess að geta sektað það fyrir þátttöku í göngunni. Skipuleggjendur göngunnar eiga einnig enn yfir höfði sér fangelsisvist. Baráttunni fyrir frelsi hinsegin fólks í landinu er því hvergi nærri lokið og mikilvægt að við, sem og íslensk stjórnvöld, beitum öllum tiltækum ráðum til þess að styðja við hinsegin systkini okkar í Ungverjalandi.
Fyrir þau sem vilja styðja Budapest Pride bendum við á styrktarsíðu félagsins. Hinsegin dagar munu einnig selja varning frá Budapest pride í aðdraganda Gleðigöngunnar í ágúst.
// As has been reported in the news, Samtökin ‘78 and Hinsegin dagar participated in Budapest Pride this weekend. Bjarndís Helga Tómasdóttir, Kári Garðarsson, Magnús Bjarni Gröndal, Jóhann Örn B. Benediktsson and Þorbjörg Þorvaldsdóttir went as volunteers in the name of the two organizations and at their own expense. A call came from Budapest Pride this spring requesting the participation of international organizations in the march, as the Hungarian government had banned it and it was clear that increased pressure was needed to protect the freedom of assembly of Hungarian queer people.
On Saturday, June 28, we arrived early at the starting point of the march in Váróshaza Park, almost an hour before it was supposed to start. By then it was already crowded with people, both queer people and their allies. It is clear that when people’s fundamental rights to assemble peacefully are attacked, people from the majority also rise up. There was quite a lot of tension in the air, as people didn’t know what to expect along the way. We heard people’s concerns were mostly about the counter-protesters, rather than the police trying to break up the march. We saw men in black with flags on our way to the march and felt unease, but once we got to the starting point we were very impressed by how much sense of protection the crowd provided. Usually around 30,000 people march in Budapest Pride, but this time it was close to 200,000.
The original route of the march was supposed to be through the city center and then across the historic Széchenyi Bridge, which is the first permanent bridge built across the Danube. Counter-protesters took up positions on the bridge, so an alternative route had to be found for the march to avoid clashes. This took time, and in the meantime, thousands of marchers stood in the sun. At one point we thought there was an attempt to stop us from marching at all, but fortunately that was not the case. The heat was intense and the sun was strong, so we were sweaty and tired before the march even started. There was a great deal of solidarity among the people in this situation, with strangers being sprayed with sunscreen and those who were feeling unwell being given water and shelter under flags.
In the end, the route took us across Erzsébet Bridge, which is the bridge that you see in the pictures of Budapest Pride that have appeared all over the world – and for much longer along the river than had been planned. It is difficult to explain the feeling of crossing the bridge, feeling it sway under the steps of so many people, and then looking up at the hillside and seeing a huge pink triangle with a sea of people in the foreground.
There was considerable police presence at certain points along the march, and officers were holding video cameras. It is likely that the recordings will be used to identify people in order to fine them for participating in the march. The organizers of the march also still face prison time. The fight for the freedom of queer people in the country is therefore far from over and it is important that we, as well as the Icelandic government, use all available means to support our siblings in Hungary.
For those who want to support Budapest Pride, we refer you to the organization’s fundraising page. Reykjavik Pride will also be selling Budapest Pride merchandise during Pride in August.