Skip to main content
FréttirTilkynningUngmennastarf

Sigurjóna Hauksdóttir ráðin verkefnastýra Ungmennahúss Samtakanna ’78

By 4. júlí, 2025júlí 7th, 2025No Comments

[English below] Samtökin ’78 hafa ráðið Sigurjónu Hauksdóttur til þess að sjá um 16-17 ára starf Samtakanna ’78, en hún mun sem verkefnastýra hafa umsjón með vikulegum opnunum Ungmennahússins að Suðurgötu 3 fyrir þennan aldurshóp í haust. Sigurjóna er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu af tómstundastarfi barna- og ungmenna, og þá sérstaklega starfi með hinsegin ungmennum. Hún tekur við af Andreu Róa, sem hefur haldið utan um starfið með miklum sóma. Við þökkum háni kærlega fyrir og óskum velfarnaðar í næstu verkefnum.

Við bjóðum Jónu innilega velkomna og hlökkum til haustsins!

// Samtökin ’78 have hired Sigurjóna Hauksdóttir as the project manager for our work with 16-17 year olds at Samtökin ’78. She will manage the weekly openings of the Youth Centre at Suðurgata 3 for this age group, starting this fall. Sigurjóna studies political science at the University of Iceland and is a very experienced youth worker, especially when it comes to queer youth. She takes over from Andrea Rói, who has managed the Youth Centre admirably. We thank them very much and wish them well in their future endeavors.

We warmly welcome Jóna and look forward to the fall!