Skip to main content
search
Fréttir

AFMÆLISPARTÝ FSS Í REGNBOGASAL SAMTAKANNA ´78

By 26. janúar, 2007No Comments

FSS – félag STK stúdenta varð átta ára föstudaginn 19. janúar. Af því tilefni vill stjórn FSS bjóða þér í afmælispartí laugardaginn 27. janúar, kl. 21.00 til 01.00 í Samtökunum ´78 Laugavegi 3, 4 hæð.

Rosaleg stemmning var í síðasta partí og troðfylltum við félagmiðstöðina. Nú verður stuðið endurtekið!

Afmælisbjór verður í boði meðan birgðir endast.

Eftir partýið mun The Nanas spila á Celtic Cross milli 1 og 5. Nana úr Idolinu syngur, Dísa úr Rokkslæðunni trommar og Ingunn á Cozy spilar á gítar! Svaka fjör!! við munum fjölmenna eftir afmælið og djamma við skemmtilega cover hljómsveit.

Hlökkum til að sjá þig!

-Stjórn FSS

Leave a Reply