Skip to main content
search
Fréttir

SAMTÖKIN ´78 ÓSKA EFTIR STARFSKRÖFTUM

By 24. september, 2008No Comments

Samtökin ´78 óska eftir starfskröftum á bókasafn og umsjón með opnum laugardagskvöldum í Regnbogasal auk sjálfboðaliða í ritnefnd og í viðburðarefnd.

Bókasafn Samtakanna ´78 óska eftir nýjum starfskröftum

 

Nú er vetrarstarfið á bókasafni félagsins að hefjast og nýtt efni berst reglulega, úrval bóka og myndbanda. Við hvetjum fólk til að líta reglulega við á safninu og kanna nýjan safnkost. Þar er margt að finna af efni, nýju og eldra sem hvergi er að finna á öðrum söfnum landsins eða á myndbandaleigum.

 

Bókasafnið leitar eftir 2–3 sjálfboðaliðum til að leggja starfinu lið í vetur. Vinnuframlag hvers og eins er ekki mikið, að meðaltali um 2 vaktir í mánuði. Æskilegt er að starfsmenn hafi nokkra þekkingu á safnkostinum og geti leiðbeint um hann án mikillar fyrirhafnar. Nokkur þekking á þjónustukerfinu Gegni er heldur ekki af hinu verra. Þau sem hafa áhuga á að slást í hópinn hafi samband við Þorvald Kristinsson í síma 562 9695 eða á

torvald@islandia.is.

Umsjónarfólk á opnum kvöldum í Regnbogasal Samtakanna ´78 

Óskað er eftir starfsfólki til þess að slást í hóp umsjónarmanna Regnbogasals á opnum kvöldum Samtakanna ´78.  Opin kvöld eru á mánudags-, fimmtudags- og brátt laugardagskvöldum frá kl. 20.00  – 23.30.

Viðburðarnefnd Samtakanna ´78

Samtökin ´78 óska eftir hugmyndaríku og skemmtilegu fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í mótun og stjórn skemmti- og menningardagskrár Samtakanna ´78 í vetur. Hér er bæði átt við Samtakaböll sem og uppákomur í Regnbogasal Samtakanna ´78. Viðburðir í Regnbogasal munu í framtíðinni verða mun tíðari en áður, enda stendur til að auka opnunartíma Samtakanna eins og verður kynnt á Opna Samtakadeginum 4. október næstkomandi. 

Ritnefnd Samtakafrétta og heimasíðu Samtakanna ´78

Óskað er eftir áhugasömu fólki í ritnefnd Samtakafrétta og heimasíðu Samtakanna ´78. Stefnt er að því stórefla heimasíðu Samtakanna ´78 þannig að þar birtist daglega nýjar fréttir og tilkynningar. Áætlað er að fjölga fréttabréfum Samtakanna upp í 4 á næsta ári.  Ennfremur vantar fleiri lausapenna og eru félagsmenn hvattir til þess að senda okkur pistla eða benda á efni á heimasíðu Samtakanna ´78.

Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Samtakanna í síma 552-7878 eða sendi póst á tölvupóstfangið skrifstofa@samtokin78.is

 

Leave a Reply