Skip to main content
Fréttir

VALENTÍNUSARBALL Á CLUB 101

By 11. febrúar, 2009No Comments

Samtökin ´78 efna til Valentínusardansleiks á Club 101 þann 14. febrúar kl. 24:00. Skemmtilegur stefnumótaleikur verður í gangi þannig að það er skyldumæting fyrir þá einhleypu. Einnig verður haldin sérstök kossakeppni þar sem að það par sem getur haldið út lengst í kossi fær verðlaun. DJ Bling sjá svo um að engum leiðist á dansgólfinu.

Samtökin ´78 efna til Valentínusardansleiks á Club 101 þann 14. febrúar kl. 24:00. Skemmtilegur stefnumótaleikur verður í gangi þannig að það er skyldumæting fyrir þá einhleypu. Einnig verður haldin sérstök kossakeppni þar sem að það par sem getur haldið út lengst í kossi fær verðlaun. DJ Bling sjá svo um að engum leiðist á dansgólfinu.

Miðaverð kr. 1.500 fyrir félagsmenn en kr. 2.000 fyrir utanfélagsmenn.

Stefnumótaleikurinn gengur svona fyrir sig:

1. Við komu á ballið fá þeir einhleypu (sem og aðrir áhugasamir) barmmerki með númeri.
2. Þegar þátttakendur sjá einhverja/einhvern áhugaverða/nn taka þeir niður númer viðkomandi og skrifa skilaboð á þar til gerða miða.
3. Skilaboðin eru sett upp á skilaboðatöflu og því er um að gera að fylgjast vel með töflunni!

Leave a Reply