Skip to main content
FréttirViðburður

Vel heppnað fyrsta Hamingjuhlaup Samtakanna ’78 og Kristals

[English below] Samtökin ‘78 héldu Hamingjuhlaupið í fyrsta sinn 17. maí síðastliðinn, þar sem 437 manns hlupu saman um Elliðaárdalinn í frábæru veðri. Hlaupið var haldið í samstarfi við Ölgerðina og bar heitið Hamingjuhlaup Samtakanna ‘78 og Kristals

Svæðið við Elliðaárstöð opnaði kl. 10 og þar var boðið upp á glimmer fyrir þátttakendur og litríka upphitun, en DJ Sunna Ben kom fólki í stuð áður en dagskrá hófst. Bjarni Snæbjörnsson var svo kynnir dagskrár ásamt Helgu Haraldsdóttur, sem einnig sá um að dæma 50 metra hlaup á háum hælum.

Í hælahlaupinu nutum við harðrar samkeppni þriggja stórkostlegra dragdrottninga; Chardonnay Bublée, Crisartista og Úlla la Delish, auk Magnúsar Bjarna Gröndal, rekstrarstjóra Samtakanna ‘78. Viðstödd ráku upp stór augu þegar hælahlaupið hófst, en ljóst var að allar fjórar drottningarnar höfðu ákveðið að nýta brautina sem svið umfram allt. Keppnin var því hörðust í tignarlegustu tækninni, en veitt voru verðlaun fyrir hana auk besta tímans. Chardonnay Bublée var fyrst í mark, en Magnús Bjarni fékk verðlaun fyrir tignarleika. 

Páll Óskar söng svo fyrir hópinn af sinni alkunnu snilld, íklæddur stuttbuxum í anda hlaupsins, meðan hlauparar hituðu sig vel upp með dansi. 

Hlaupið var 7,8 km götuhlaup um Elliðaárdalinn, en einnig var boðið upp á 3 km gleðiskokk sem fjölskyldur nýttu sér óspart. Að hlaupi loknu fengu allir þátttakendur verðlaunapening, en einnig voru veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í 7,8 km hlaupinu.

Verðlaun voru veitt í kvenna-, karla- og kváraflokki sem hér segir: 

 

Konur

  1. sæti: Marianna Leoni 36:53
  2. sæti: Sigríður Einarsdóttir 38:08
  3. sæti: Valgerður Kristinsdóttir 38:54

Karlar

  1. sæti: Tyler Elias Jones 33:58
  2. sæti: Úlfur Fríðuson 34:43
  3. sæti: Arnar Ingi Vilhjálmsson 35:04

Kvár

  1. sæti: Elías Rúni 39:21
  2. sæti: Aró Berg Jónasar 43:11
  3. sæti: Sól Dagsdóttir 1:01:27

Sjálfboðaliðar í starfshópi fyrir hlaupið voru Vera Illugadóttir, Hrönn Svansdóttir, Sigrún Eyþórsdóttir og Aró Berg Jónasar. Kolbrún Ósk Pétursdóttir var svo ráðin inn sem verkefnastýra hlaupsins þann 8. maí og hún skilaði verkefninu af sér með stæl. Shiloh, alþjóðlegur sjálfboðaliði á skrifstofunni, afhenti hlaupurum gögn í aðdragandanum og fjöldi fólks kom svo að deginum sjálfum í sjálfboðastarfi ásamt framlagi starfsfólks skrifstofu. Við þökkum Kolbrúnu, öllum sjálfboðaliðum og að sjálfsögðu þátttakendum kærlega fyrir!

Samtökin ‘78 munu framvegis halda hlaupið árlega á laugardegi í tengslum við alþjóðlegan dag gegn hinsegin fordómum (17. maí), en stefnt er á að Hamingjuhlaupið fari aftur fram laugardaginn 16. maí 2026. Sjáumst þá!

// Successful first Happiness Run

Samtökin ‘78 held the Happiness Run for the first time on May 17th, where 437 people ran together through the Elliðaárdalur valley in great weather. The race was held in collaboration with Ölgerðin and was called The Happiness Run of Samtökin ‘78 and Kristall.

The area at the Elliðaárstöð opened at 10 am and there was glitter for the participants and a colorful warm-up, while DJ Sunna Ben played music before the program began. Bjarni Snæbjörnsson was the program presenter along with Helga Haraldsdóttir, who also judged the 50-meter high-heeled race.

In the high-heeled race, we enjoyed fierce competition from three magnificent drag queens; Chardonnay Bublée, Crisartista and Úlla la Delish, as well as Magnús Bjarni Gröndal, the operations manager of Samtökin ‘78. The audience was surprised when the high-heeled race began, as it was clear that all four queens had decided to use the track as a stage above all else. The competition was therefore fierce for the most graceful technique, as prizes were awarded for that in addition to the best time. Chardonnay Bublée was first to the finish line, but Magnús Bjarni received a prize for gracefulness.

Páll Óskar then sang for the group with his usual brilliance, wearing shorts in the spirit of the run, while the runners warmed up well with a dance.

The race was a 7.8 km street run around Elliðaárdalur, but there was also a 3 km Joy Run that many runners and families took advantage of. After the run, all participants received a medal, but prizes were also awarded for the top three places in the 7.8 km run.

Prizes were awarded in the women’s, men’s and non-binary categories as follows:

Women

1st place: Marianna Leoni 36:53

2nd place: Sigríður Einarsdóttir 38:08

3rd place: Valgerður Kristinsdóttir 38:54

Men

1st place: Tyler Elias Jones 33:58

2nd place: Úlfur Fríðuson 34:43

3rd place: Arnar Ingi Vilhjálmsson 35:04

Non-binary

1st place: Elías Rúni 39:21

2nd place: Aró Berg Jónasar 43:11

3rd place: Sól Dagsdóttir 1:01:27

Volunteers in the working group for the race were Vera Illugadóttir, Hrönn Svansdóttir, Sigrún Eyþórsdóttir and Aró Berg Jónasar. Kolbrún Ósk Pétursdóttir was hired as the project manager for the race on May 8th. Shiloh, an international volunteer at the office, handed out materials to runners in advance, and many people came on the day itself to volunteer, along with the help of the office staff. We would like to thank Kolbrún, all the volunteers, and of course the participants!

Samtökin ‘78 will hold the race annually on a Saturday in connection with International Day Against Homophobia, Biphobia and Transphobia (May 17), but the plan is for the Happiness Run to take place again on Saturday, May 16, 2026. See you then!