Yfirlýsing Norrænu hinsegin öldrunarráðstefnunnar í Stokkhólmi 6. október 2024
Við, fulltrúar á norrænu hinsegin öldrunarráðstefnunni sem haldin var í Stokkhólmi 4.-6. október 2024, höfum samþykkt samhljóða eftirfarandi yfirlýsingu. Við setjum þessa yfirlýsingu fram til að stuðla að óumdeilanlegum mannréttindum og bættum lífskjörum berskjaldaðs og stundum gleymds hóps í samfélögum okkar: Eldra hinsegin fólks.
Þó að löggjöf sé misjöfn landa á milli, hafa Norðurlöndin skuldbundið sig til að vera leiðandi á heimsvísu í jafnréttismálum. Mikilvægur þáttur í því hefur verið viðurkenning og jöfn réttindi hinsegin fólks. Aftur á móti sýna reynsla og þekking undanfarinna ára að enn sé nokkuð í land í þeim efnum og ýmislegt sem þarf að bæta.
Öldrun fylgja ýmsar áskoranir fyrir lífsgæði og vellíðan einstaklings, til að mynda í tengslum við minnkaða líkamlega getu og félagslega einangrun. Þegar einstaklingur tilheyrir jafnframt minnihlutahópi sem hefur verið jaðarsettur og jafnvel ítrekað áreittur á lífsleiðinni geta þessir áskoranir orðið enn erfiðari. Þetta getur leitt til þess að fólk dragi sig út úr félagslegum samskiptum og jafnvel fari að fela hver þau eru. Þetta er ekki einungis tap fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir samfélagið.
Í ljósi víðtæks framlags þessara einstaklinga til samfélagsins, brautryðjenda sem börðust fyrir sýnileika sínum og réttum sess í samfélaginu, er sérstaklega nauðsynlegt að eldra hinsegin fólk fái tækifæri til að eldast með reisn og stolti.
Hinsegin fólk er þverskurður af samfélaginu í heild og er því fjölbreyttur hópur. Hinsegin eldri borgarar sem samhliða tilheyra öðrum minnihlutahópum standa oft frammi fyrir enn frekari áskorunum sem takast þarf á við.
Með þetta í huga, auk þeirrar þekkingar sem til er, meðal annars frá Evrópusambandinu (Fundamental Rights Agency’s bi-yearly LGBTI-studies in the EU27), lýðheilsustofnun Svíþjóðar (Public Health Agency of Sweden), sænska skólaeftirlitsins (Swedish Schools Inspectorate), NIKK – Nordisk information for kunskap om kön, og rannsókna frá háskólum á Norðurlöndum, sýna að hinsegin fólk stendur frammi fyrir frekari áskorunum þegar það eldist samanborið við samfélagið í heild.
Við, norrænu fulltrúarnir, leggjum áherslu á nauðsyn frekari aðgerða er varða eftirfarandi:
– Menntun í hinsegin málefnum: Öll menntun, þar með talið starfsmenntun í heilbrigðis- og félagsþjónustu, verður að innihalda næga og viðeigandi þjálfun í hinsegin málefnum, fræðslu um lagaleg réttindi, félagslega þætti og þætti er varða heilbrigði. Við mælum með því að þessi málefni séu í skyldunámskrá.
– Viðbótarþjálfun og áframhaldandi starfsþróun í hinsegin málefnum fyrir allt starfsfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu, bæði hjá hinu opinbera og einkageiranum. Við mælum með því að þessi þjálfun sé hluti af leyfiskerfinu og að gerð sé krafa um þekkingu á hinsegin málum í þjónustukaupum hins opinbera.
– Auknar og fjármagnaðar rannsóknir á þessu sviði.
– Opinber fjármögnun fyrir aukna menntun í hinsegin málefnum.
– Aukin áhersla á félög og félagslíf hinsegin eldri borgara, með fjármögnun þeim til handa frá sveitarfélögum.
Við hvetjum einnig norræn þing og ríkisstjórnir til að tryggja að:
– Aðgerðaráætlanir ríkisstjórna fjalli með beinum hætti um réttindi og velferð hinsegin eldri borgara, og skilgreini aðgerðir sem grípa þarf til.
– Viðeigandi löggjöf ávarpi alltaf með beinum hætti réttindi hinsegin eldri borgara, í því skyni að bæta lífskjör þeirra og vellíðan.
– Við upptöku nýrrar löggjafar er nauðsynlegt að virkja fulltrúa frjálsra félagasamtaka, eins og til dæmis samtaka hinsegin eldri borgara.
Að lokum lýsum við því yfir,
– Að mannsæmandi lífsskilyrði og bætt líðan hinsegin eldri borgara í öllum átta Norðurlöndum eru hluti af grundvallarmannréttindum sem eru ófrávíkjanleg nú og til frambúðar.
– Að öll Norðurlönd ættu að bera kennsl á að hinsegin eldri borgarar eru berskjaldaður hópur og bregðast við í samræmi við þá þekkingu í þágu þeirra.
– Að öll Norðurlönd ættu að innleiða kerfi sem vernda réttindi og lífskjör allra hinsegin eldri borgara.
Í Stokkhólmi, 6. október 2024,
fulltrúarnir 74 sem viðstaddir eru fyrir hönd eftirfarandi félaga:
Regnbågsfyren rf
Álandseyjum
LGBT+ Føroyar
Færeyjum
Transfeminina rf / Transfeminiinit ry
Regnbågsallians Svenskfinland rf
Regnbågsseniorerna – Sateenkaariseniorit ry / Rainbow Seniors
VTKL – The Finnish Association for the Welfare of Older Adults
Queerhistoriens vänner rf / Friends of Queer History
Dreamwear Club ry
Todellisuuden tutkimuskeskus / Reality Research Center
Seta rf / Seta ry / LGBTI rights in Finland – Seta
Finnlandi
Sipineq+
Grænlandi
Samtökin ‘78
Íslandi
FRI
Salam
FRI Oslo Viken
FTPN
Skeiv Verden
Seniorgruppa, FRI Oslo Viken
Garmeres
Skeiv Verden Vest
Noregi
RFSL
RFSL Stockholm
Hbtq-seniorerna Örebro
FPES
Regnbågslinjen
Transammans
Hbtq-seniorerna Göteborg
Malmö Senior
Hbtq-seniorerna Gävle
Svíþjóð